Festust á Brautinni
Kalla þurfti til Björgunarsveitina Skyggni í Vogum til aðstoðar á Reykjanesbraut í gærkvöldi þar sem nokkrir ökumenn höfðu lent í því að missa bifreiðar sínar út af veginum og festa þær í snjóskafli. Síðar um nóttina þurftu lögreglumenn að aðstoða nokkra ökumenn sem höfðu fest bifreiðar sína í snjósköflum sem höfðu myndast á götum í umdæminu.
Tveir minniháttar árekstrar urðu í gærdag, annar í Njarðvík og hinn í Grindavík.
Tveir minniháttar árekstrar urðu í gærdag, annar í Njarðvík og hinn í Grindavík.