Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 6. maí 2002 kl. 08:45

Festu jeppa við Grænavatn

Íslendingar og varnarliðsmenn sem voru á akstri við Grænavatn sunnan við Trölladyngju í gærkvöldi, lentu í þeim vandræðum að festa jeppana sína í blautum jarðvegi. Kallað var til Björgunarsveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjörg og fékk fólkið far með björgunarsveitarmönnum til byggða um tvöleytið í nótt.Mikil þoka var á þessum slóðum í gærkvöldi og tókst því ekki að losa bílana upp, en það verður reynt að ná þeim upp í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024