Festu bíl uppi á kantsteini í utanvegaakstri
Bifreið sem ekið var upp grasi gróna brekku í Reykjanesbæ um helgina festist á kantsteini efst í brekkunni og sat þar pikkföst. Þurfti að fá dráttarbíl til að fjarlægja hana.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn sem grunaðir voru um aðild að málinu því til þeirra hafði sést þegar þeir voru að reyna að losa bílinn af kantsteininum. Þeir voru mjög ölvaðir og voru færðir á lögreglustöð til skýrslutöku.