Festist við Aðalstöðina!
Ökumaður þessarar sendibifreiðar var svo sannarlega úti að aka í síðustu viku. Hann ók sendibílnum undir skyggnið framan við Aðalstöðina við Hafnargötu og festi bifreiðina þar. Grípa þurfti til þess ráðs að hleypa lofti úr hjólbörðum bílsins til að losa hann úr festunni. Þetta heitir víst að vera „fastur út í sjoppu“.VF-mynd: Jónas Franz