Festist í lyftu

Þegar rafmagnið fór af öllum Grindavíkurbæ á þriðjudaginn stöðvaðist fólkslyfta í Víðihlíð, dvalarheimili eldri borgara, á milli hæða með einn mann innanborðs. Kallað var á slökkviliðið til aðstoðar við að ná manninum út og gekk það fljótt og vel fyrir sig.
Á heimasíðu slökkviliðsins segir að starfsfólkið hafi sýnt hárrétt viðbröð með því að óska strax eftir aðstoð slökkviliðsins.
132 kv lína milli Fitja og Rauðamels leysti út um kl. 14:42 á þriðjudaginn og orsakaði það rafmagnsleysi í Grindavík og á Svartsengissvæðinu í um klukkustund.
Við það aftengdust virkjanir fyrirtækisins í Svartsengi og á Reykjanesi við meginflutningskerfi Landsnets þar sem ekki tókst að koma rafmagni frá virkjununum.
Starfsmenn Landsnets voru við vinnu í aðveitustöð Fitjum þegar útleysingin átti sér stað en unnið var við prófanir á spennum stöðvarinnar, að því er fram kemur á heimasíðu HS Orku.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				