Festi hönd í marningsvél
Starfsmaður Nesfisks í Garði festi hönd í marningsvél um miðjan dag í dag. Sjúkrabifreið, ásamt tækjabifreið slökkviliðs og tveir læknar voru sendir á staðinn. Maðurinn var fluttur á Landsspítala háskólasjúkrahús til aðgerðar. Ekki lágu fyrir upplýsingar um það hversu alvarleg meiðsli mannsins voru, þegar haft var samband við lögreglu nú síðdegis. Rannsókn á vettvangi stóð þá enn yfir.
Myndin: Sjúkrabíll, lögregla og slökkvibifreið á ferðinni fyrr í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Sjúkrabíll, lögregla og slökkvibifreið á ferðinni fyrr í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson