Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Festi hönd í færibandi
Þriðjudagur 18. ágúst 2020 kl. 09:57

Festi hönd í færibandi

Nýverið varð vinnuslys í fiskvinnslu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar starfsmaður setti höndina á belti á færibandi með þeim afleiðingum að þrír fingur klemmdust. Viðkomandi var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þá varð slys þegar maður var að reyna að tengja uppþvottavél og var að athafna sig undir vaski þegar leiðsla sprakk svo hann fékk yfir sig sjóðandi heitt vatn. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024