Festi fingur í roðflettivél
Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fest fingur í roðflettivél sl. föstudagskvöld. Atvikið átti sér stað í Sandgerði og barst útkall kl. 19:20 á föstudagskvöld. Maðurinn var að vinna við vélina og festust fingur hægri handar í vélinni. Það var manninum til happs að engir hnífar voru í vélinni því þá hefði getað farið mun verr.Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að áverkum hans.