Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Festi breytt í 35 herbergja gistihús
Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Ágúst Gíslason eigandi AFG ehf. í samkomusalnum í Festi þar sem verður móttaka gistihússins og morgunverðarsalur. Miklar endurbætur á húsnæðinu eru framundan en allt var rifið innan úr því fyrir fjórum árum. Vefur Grindaví
Mánudagur 29. október 2012 kl. 10:20

Festi breytt í 35 herbergja gistihús

Grindavíkurbær, UMFG og Kvenfélag Grindavíkur hafa selt félagið Víkurbraut ehf. 58 til AFG ehf. Eina eign félagsins er félagsheimilið Festi, en Grindavíkurbær átti 80% hluta í félaginu. Húsnæðið verður gert upp á næsta ári og þar verður svo opnað 35 herbergja gistihús árið 2014. Festi er sögufrægt hús sem lengi vel var helsti samkomustaður Grindvíkinga en hefur staðið autt undanfarin ár.

„Ég keypti þetta fyrst og fremst í þeim tilgangi að breyta Festi í flott gistihús. Hugsanlega gætu orðið þarna einhver þjónustufyrirtæki í framtíðinni. Ég er opinn fyrir samstarfi við heimamenn í þeim efnum en fyrst og fremst er þetta gistihús með góðum tveggja manna herbergjum með baði. Einnig er boðið upp á morgunverð. Augljóst er að ferðamannastraumur um Reykjanesið á eftir að stór aukast í framtíðinni en með tilkomu Suðurstrandarvegar er húsið mjög vel staðsett. Þetta er því kjörið viðskiptatækifæri. Þá líst mér vel á uppbyggingu ferðaþjónustunnar í bænum," segir Ágúst Gíslason eigandi AFG ehf. en hann rekur einnig gistihús og hótel á Ísafirði og á Höfn í Hornafirði.

Bæjarstjórinn í Grindavík tekur í sama streng.
„Festi hefur staðið autt í rúm fjögur ár, eða síðan Félagsmiðstöðin Þruman var flutt í Kvennó. Það er því mjög ánægjulegt að þetta sögufræga hús í miðbæ Grindavíkur skuli vera að fá nýtt hlutverk við að efla ferðaþjónustu í bænum og skapa störf. Ferðaþjónusta hefur verið ört vaxandi í Grindavík og er ég sannfærður um að það er góður markaður fyrir aukið gistirými. Sívaxandi fjöldi gesta á tjaldstæðinu ber þess glöggt merki. Nú er unnið að lokahönnun við breytingar á íþróttamannvirkjum Grindavíkur, en þar er gert ráð fyrir félagsaðstöðu fyrir UMFG og Kvenfélag Grindavíkur og að hægt verði að halda fundi, menningarviðburði og skemmtanir," segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.


Félagsheimilið Festi. Inngangur gistihússins verður í portinu að norðanverðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024