Festi auglýst til sölu

 Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt fyrir hönd Grindavíkurbæjar að lagt verði til á fundi Víkurbrautar 58 ehf. að fasteignin Víkurbraut 58 í Grindavík, félagsheimilið Festi, verði auglýst til sölu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hefur bæjarstjóra verið falið asð boða til hluthafafundar nk. fimmtudag vegna málsins.
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt fyrir hönd Grindavíkurbæjar að lagt verði til á fundi Víkurbrautar 58 ehf. að fasteignin Víkurbraut 58 í Grindavík, félagsheimilið Festi, verði auglýst til sölu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hefur bæjarstjóra verið falið asð boða til hluthafafundar nk. fimmtudag vegna málsins.
Í kjölfar auglýsingar verði stjórn félagsins Víkurbraut 58 ehf. heimilt að ganga til samningaviðræðna við áhugasama aðila.
Félagsheimilið Festi í Grindavík hefur ekki verið í nothæfu ástandi síðustu misseri og m.a. hefur verið klætt fyrir alla glugga á húsinu. Stórar hugmyndir hafa verið settar fram um framtíðarnýtingu á Festis-lóðinni.
Myndir: Að ofan er Festi eins og það lítur út í dag. Litla myndin er af einni af þeim hugmyndum sem komið hafa fram um byggingu á Festis-lóðinni.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				