Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Festa seríu á jólatréð frá Kristiansand
Fimmtudagur 1. desember 2005 kl. 12:23

Festa seríu á jólatréð frá Kristiansand

Mikið verður um að vera á Tjarnargötutorgi á laugardag þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu frá Kristiansand. Starfsmenn bæjarins voru í óða önn að festa seríuna á tréð þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði í gær.

Glæsileg dagskrá verður að vanda við þetta tilefni, en á meðal atriða má nefna Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og þá mun hljómsveitin Heitar Lummur með Kalla Bjarna í broddi fylkingar syngja fyrir gesti.

Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, mun afhenda tréð formlega og Sigurþór Árni Þorleifsson, nemi í Holtaskóla, mun kveikja á trénu.

Þá verður dansað í kringum jólatréð í félagsskap jólasveinanna sem taka sér forskot á sæluna og kíkja til byggða til að vera viðstaddir.

VF-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024