Fertugasti bollubaksturinn hjá Valgeirsbakarí
Óhætt er að segja að Valli bakari kunni handtökin þegar kemur að árlegum bollubakstri. Í heil 40 ár hefur hann staðið vaktina á bolludaginn ásamt starfsfólki sínu í Valgeirsbakarí en fyrirtækið fagnar fertugsafmælinu nú í sumar. Valli hefur samt verið í faginu mun lengur eða frá því hann var 15 ár gamall að eigin sögn.
Aðspurður segir Valli að bolluvendir séu liðin tíð en þá var hægt að fá keypta í Valgeirsbakarí þar til fyrir nokkrum árum að manneskjan, sem sá um gerð þeirra, lést.