Ferskt vatn í flugstöðina
Flugmálastjórn hefur óskað eftir að Vatnsveitan geri hagkvæmnisúttekt og kostnaðaráætlun vegna ferskvatnsæðar frá Reykjanesbæ til flugstöðvarsvæðisins. Framkvæmda- og tækniráð samþykkti að þetta yrði gert og var bæjarverkfræðingi falið að annast málið.
Kjartan Már Kjartansson (B), formaður Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar tók málið upp fyrir ári síðan og segir hann að það beri að fagna því að málið sé komið af stað og vonar að það fái farsælan endi. „Það skiptir gríðarlega miklu máli bæði fyrir starfsfólk og ferðamenn sem hingað koma, að hafa aðgang að hreinu neysluvatni. Starfsfólki og ferðamönnum á aðeins eftir að fjölga og það er ekki boðlegt að bjóða fólki upp á klórblandað vatn“, segir Kjartan Már.
Kjartan Már Kjartansson (B), formaður Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar tók málið upp fyrir ári síðan og segir hann að það beri að fagna því að málið sé komið af stað og vonar að það fái farsælan endi. „Það skiptir gríðarlega miklu máli bæði fyrir starfsfólk og ferðamenn sem hingað koma, að hafa aðgang að hreinu neysluvatni. Starfsfólki og ferðamönnum á aðeins eftir að fjölga og það er ekki boðlegt að bjóða fólki upp á klórblandað vatn“, segir Kjartan Már.