Ferskir vindar í Suðurnesjabæ í desember 2021 og janúar 2022
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar verður haldin í Suðurnesjabæ í desember 2021 og janúar 2022. Gengið hefur verið frá samningum um hátíðina á þessum tíma, að því fram kemur í gögnum bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Ferskir vindar fóru síðast fram á tímabilinu 14. desember 2019 til 12. janúar 2020 en 45 listamenn voru þá að störfum víðsvegar um Suðurnesjabæ.