Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Ferskir vindar í Garði“ fá tæpa milljón
Sunnudagur 1. ágúst 2010 kl. 09:38

„Ferskir vindar í Garði“ fá tæpa milljón

Bæjarráð Garðs hefur samþykkt að leggja 800.000 krónur styrk til Ferskra vinda í Garði, sem er svokallað norðurljósaverkefni í Garði. Undirbúningur verkefnisins er komin á fullt skrið. Fjármögnun er komin í gang og í september liggur fyrir hvernig gengur að afla samstarfsaðila og kostendur að verkefninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil vinna hefur þegar verið lögð í verkefnið sem hefur vakið mikla athygli. Frú Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur gerst verndari verkefnisins sem er mikill heiður fyrir það og þá sem að því standa, segir í fundargerð bæjarráðs Garðs.