Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferskar Víkurfréttir eins og glæný línuýsa
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 20:22

Ferskar Víkurfréttir eins og glæný línuýsa

Hafsteinn Guðnason segir okkur sögur af sjónum í Víkurfréttum í þessari viku. Hann er einnig gestur okkar í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is. Við ræðum einnig við Tómas Knútsson hjá Bláa hernum um hreint haf.

Þróttur Vogum er á siglingu í knattspyrnunni og við ræðum við spænskan leikmann liðsins. Landsliðsmenn úr Keflavík eru einnig í viðtali og Benni, nýr þjálfari Njarðvíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við förum í flugstöðina með forsetahjónunum, ræðum við flugnema hjá Keili og svo eru fastir liðir á sínum stað.

Víkurfréttum verður dreift á alla okkar dreifingarstaði í fyrramálið en rafræna útgáfu blaðsins má sjá hér að neðan.