Fernanda þarf eitt flóð enn - myndir
Flak flutningaskipsins Fernanda þarf eitt stórstraumsflóð í viðbót til að komast sinn síðasta spöl á förgunarstað sinn í Helguvík. Skipið var dregið á land á flóðinu nú áðan en í fyrramálið verður flóðið enn meira og þá fer skipið síðasta spölinn.
Hringrás mun rífa skipið í brotajárn í Helguvík á komandi vikum. Á morgun verður gengið frá skipinu þannig að það fari nú örugglega ekki út á haf á nýjan leik. Væntanlega mun nýtt ár verða gengið í garð þegar hafist verður handa við að rífa skipið.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í Helguvík nú áðan.