Fernanda komin suður af Grindavík
	Flutningaskipið Fernanda, sem brann í gær suður af Vestmannaeyjum, rak talsvert í nótt og var nú áðan komið um 25 mílur suður af Grindavík. Skipið var á leiðinni til Sandgerðis að sækja fóður til Skinnfisks, þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Allri áhöfninni, 11 manns, var bjargað af áhöfn björgunarþyrlu Landhelgisgæzlunnar.
	
	Varðskipið Þór kom að flutningaskipinu í gærkvöldi og notaði öflugan slökkvibúnað til að sprauta yfir skipið og hefur nú slökkt eldinn.
	
	Fernanda verður nú tekin í tog og skipinu komið í höfn í Hafnarfirði. Meðfylgjandi mynd var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og sýnir slökkvistarfið.
	
	 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				