Fermingar og fjör í Víkurfréttum vikunnar
24 síðna Víkurfréttir eru komnar út. Blað vikunnar er troðfullt af áhugaverðu efni og víða leitað fanga í efnisvali. Tími ferminganna er runninn upp og við rifjum upp fermingardaginn með Suðurnesjamönnum. Tónlistin fær sinn skerf en rætt er við djasssöngkonununa Marínu Ósk sem hlaut verðlaun fyrir tónsmíðar á Íslensku tónlistarverðlaunum fyrir skemmstu, píanóleikarinn Sævar Jóhannsson ætlar að halda upp á alþjóðlega píanódaginn með tónleikum í Duss safnahúsum og tónverkið Berlin eftir Pálmar Guðmundsson fær umfjöllun. Körfuknattleiksmaðurinn Halldór Garðar Hermannsson, sem hefur leikið með Keflavík undanfarin tvö ár, bíður spenntur eftir úrslitakeppni Domino's-deildarinnar sem hefst í næstu viku.
Rafræna útgáfu blaðsins má sjá hér að neðan en prentaðri útgáfu verður dreift á alla okkar dreifingarstaði fyrir hádegi á morgun, miðvikudag.