Fermingar í skugga Covid-19
Séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli stóð í ströngu síðasta sunnudag. Þá fóru fram fimm fermingarathafnir í Útskála- og Hvalsnessóknum. Vegna samkomutakmarkana var aðeins hægt að ferma örfá börn í einu og því var hafist handa snemma dags við fermingar að Útkálum. Á hádegi var síðan farið yfir í Sandgerðiskirkju og þar voru þrjár fermingarathafnir. Bara þeir allra nánustu gátu verið viðstaddir og kirkjukórinn var skipaður tveimur söngkonum. Víkurfréttir sáu samt til þess að aðstandendur gátu fylgst með þessari hátíðlegu stund því öllum athöfnunum var streymt inn á vefsíðu þar sem ömmur og afar, frænkur og frændur gátu fylgst með. Fermingum í Suðurnesjabæ verður svo haldið áfram annan sunnudag, 25. apríl. Myndin var tekin í Útskálakirkju þar sem samtals tíu börn voru fermd síðasta sunnudag.
VF-mynd: Hilmar Bragi