Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fermingar á Suðurnesjum í Víkurfréttum vikunnar
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 22. mars 2022 kl. 20:07

Fermingar á Suðurnesjum í Víkurfréttum vikunnar

Það er umfjöllun um fermingar á Suðurnesjum í Víkurfréttum vikunnar sem eru komnar úr á rafrænu formi og má nálgast hér að neðan. Prentaðri útgáfu verður dreift á miðvikudagsmorgun á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum.

Í blaðinu er einnig viðtal við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, um náttúruvá á Reykjanesskaganum í tilefni af því að ár er liðið frá upptökum eldgoss í Fagradalsfjalli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ungt fólk kemur mikið við sögu í blaði vikunnar. Viðtal við ungan dansara er í blaðinu og einnig sagt frá ferð ungmenna úr Reykjanesbæ til Finnlands. Grease-æði hefur gripið ungt fólk í Reykjanesbæ og greint er frá því í blaðinu. Sagt er frá 80 ára afmæli Njarðvíkurskóla og viðtöl eru við FS-ing vikunnar og UNG-menni vikunnar.

Fastir liðir eru á sínum stað ásamt íþróttaumfjöllun.