Ferlíki á ferð
Í sumar hefur orðið vart við ýmiskonar kvikyndi sem til landsins hafa borist með hlýjum sunnanvindum. Eru það aðallega litrík og stór fiðrildi sem glatt hafa augu landans en þau virðast hafa borist um land allt. Þetta ferlíki á myndinni flögraði inn í Njarðvíkurskóla í síðustu viku og var fangað af nemendum skólans sem komu með það til okkar á Víkurfréttum. Eins og sjá má er það vel við vöxt samanborið við 100 krónu peninginn.
Ekki vitum við hvaða tegund þetta er en gaman væri að vita það ef einhver lesandi VF býr yfir þeirri vitneskju.
VF-mynd: elg