Ferðir í Bláfjöll og Skálafell
Akstur af Suðurnesjum er hafinn á skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli með hópferðum Teits Jónassonar. Ekið er samkvæmt áætlun þegar veður leyfir. Ef ásókn verður góð er búist við að fjölga ferðum og fara daglega þegar opið er í Bláfjöllum og Skálafelli. Frekari upplýsingar um opnun og áætlun er hægt að nálgast á www.skidasvaedi.is