Ferðavögnum verði fundin sumarstæði í Reykjanesbæ
Róbert Jóhann Guðmundsson, nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar, lagði á síðasta fundi ráðsins fram þá tillögu að Reykjanesbær bjóði íbúum Reykjanesbæjar stæði fyrir ferðavagna yfir sumartímann.
„Það er í mörgum tilfellum erfitt fyrir fólk að leggja hjólhýsum og öðrum ferðavögnum við heimili sín þar sem þau taka mjög mikið pláss og hefta oft aðgengi annarra um götur og gangstéttar og í sumum tilfellum er fólk að leggja ferðavögnum á opin svæði þar sem þeir eiga ekki að vera,“ segir í tillögunni. Sviðsstjóra umhverfissviðs og starfsfólki falið að koma með tillögu að staðsetningu á næsta fund ráðsins.