Ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurnesjum á Mannamótum
Tólf ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurnesjum verða meðal þátttakenda á Ferðakaupstefnunni „Mannamót Markaðsstofa landshlutanna“ en hún verður haldin að nýju, fimmtudaginn 24. mars í Kórnum í Kópavogi kl. 12 og 17. Viðburðurinn er sá fjölmennasti í íslenskri ferðaþjónustu og hefur skipað sér sess sem einn sá allra mikilvægasti í íslenskri ferðaþjónustu.
Á ferðakaupstefnunni gefst samstarfsfyrirtækjum markaðsstofanna í öllum landshlutum tækifæri til að kynna sig fyrir fólki í ferðaþjónustu sem starfar á höfuðborgarsvæðinu og koma á nýjum viðskiptasamböndum og styrkja þau sem fyrir eru.
Á viðburðinum verða um 250 fyrirtæki með bás þar sem fulltrúar þeirra kynna starfsemina, þar af eru 12 frá Reykjanesi. Gert er ráð fyrir allt að 800 gestum, enda hefur viðburðurinn sannað sig sem einn sá allra mikilvægasti í íslenskri ferðaþjónustu á undanförum árum.
Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti sem mæta á viðburðinn, en þeim er þó bent á að skrá sig áður en þeir mæta svo auðveldara sé að áætla fjölda gesta. Hægt er að skrá sig á www.markadsstofur.is