Ferðaþjónustuaðilar í samstarf um Víkingaheim
Á næsta ári mun merkileg og metnaðarfull sögusýning um ferðir víkinga yfir Atlantshafið, Víkingaheimur, rísa við Fitjar í Reykjanesbæ. Samningar við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu undirritaðir við Stekkjarkot í dag, en þar er skipið Íslendingur nú staðsett.
Það voru fulltrúar Icelandair, Bláa Lónsins og Kynnisferða sem skrifuðu undir samninga til fimm ára um fjárstuðning og markaðsstyrki hvert á sínu sviði. Eru þessir samningar mjög mikilvægir fyrir uppbyggingu Víkingaheima og eru þeir metnir samtals á um 30 milljónir króna þegar allt er talið. Þá var fulltrúi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) einnig viðstaddur en flugstöðin hafði áður skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjanesbæ vegna aðkomu FLE að Víkingaheimum m.a. vegna hugmynda um aðstöðu til þess að kynna Víkingaheima í flugstöðinni.
Bláa Lónið styður verkefnið með markaðsráðgjöf og sameiginlegri markaðssetningu. Kynningarefni um Víkingaheima verður m.a. komið á framfæri við gesti Bláa Lónsins auk þess sem sérstök kynningarsíða um Víkingaheima verður á heimasíðu Bláa Lónsins. Upplýsingum um Víkingaheima verður jafnframt komið á framfæri í kynningarefni sem afhent er erlendum fjölmiðlum sem heimsækja Bláa Lónið, en árlega heimsækja um 500 erlendir blaðamenn Bláa Lónið.
Framlag Icelandair felst bæði í fjárstuðningi og markaðssamstarfi m.a. með kynningu á mörkuðum félagsins erlendis í bæklingum, rafpóstlistum o.s.frv. Hefur félagið hug á að bjóða uppá sérstakar ferðir með viðkomukomu í Víkingaheimum sem kynntar verða á söluskrifstofum þeirra erlendis auk þess að tengja Víkingaheima öðrum vinsælum áfangastöðum.
Kynnisferðir eru í dag leiðandi í skipulögðum ferðum á vinsæla ferðamannastaði m.a. Bláa Lónið og vilja með framlagi sínu styðja við frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á Reykjanesi.
Nú þegar hefur íslenska ríkið veitt 120 milljóna styrk til sex ára til þessa verkefnis og eru forráðamenn verkefnisins því bjartsýnir á að framkvæmdir við byggingu sýningarhúsins og svæði því tengdu verði lokið um mitt næsta ár.
Viðstaddir undirskriftina voru:
Árni Sigfússon Reykjanesbæ
Gunnar Marel Eggertsson Íslendingur ehf
Elín Árnadóttir Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf
Þráinn Vigfússon Kynnisferðir
Gunnar Már Sigurfinnsson Icelandair
Grímur Sæmundsen og Magnea Guðmundsdóttir Bláa Lónið
Steinþór Jónsson verkefnastjóri
VF-mynd
Það voru fulltrúar Icelandair, Bláa Lónsins og Kynnisferða sem skrifuðu undir samninga til fimm ára um fjárstuðning og markaðsstyrki hvert á sínu sviði. Eru þessir samningar mjög mikilvægir fyrir uppbyggingu Víkingaheima og eru þeir metnir samtals á um 30 milljónir króna þegar allt er talið. Þá var fulltrúi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) einnig viðstaddur en flugstöðin hafði áður skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjanesbæ vegna aðkomu FLE að Víkingaheimum m.a. vegna hugmynda um aðstöðu til þess að kynna Víkingaheima í flugstöðinni.
Bláa Lónið styður verkefnið með markaðsráðgjöf og sameiginlegri markaðssetningu. Kynningarefni um Víkingaheima verður m.a. komið á framfæri við gesti Bláa Lónsins auk þess sem sérstök kynningarsíða um Víkingaheima verður á heimasíðu Bláa Lónsins. Upplýsingum um Víkingaheima verður jafnframt komið á framfæri í kynningarefni sem afhent er erlendum fjölmiðlum sem heimsækja Bláa Lónið, en árlega heimsækja um 500 erlendir blaðamenn Bláa Lónið.
Framlag Icelandair felst bæði í fjárstuðningi og markaðssamstarfi m.a. með kynningu á mörkuðum félagsins erlendis í bæklingum, rafpóstlistum o.s.frv. Hefur félagið hug á að bjóða uppá sérstakar ferðir með viðkomukomu í Víkingaheimum sem kynntar verða á söluskrifstofum þeirra erlendis auk þess að tengja Víkingaheima öðrum vinsælum áfangastöðum.
Kynnisferðir eru í dag leiðandi í skipulögðum ferðum á vinsæla ferðamannastaði m.a. Bláa Lónið og vilja með framlagi sínu styðja við frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á Reykjanesi.
Nú þegar hefur íslenska ríkið veitt 120 milljóna styrk til sex ára til þessa verkefnis og eru forráðamenn verkefnisins því bjartsýnir á að framkvæmdir við byggingu sýningarhúsins og svæði því tengdu verði lokið um mitt næsta ár.
Viðstaddir undirskriftina voru:
Árni Sigfússon Reykjanesbæ
Gunnar Marel Eggertsson Íslendingur ehf
Elín Árnadóttir Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf
Þráinn Vigfússon Kynnisferðir
Gunnar Már Sigurfinnsson Icelandair
Grímur Sæmundsen og Magnea Guðmundsdóttir Bláa Lónið
Steinþór Jónsson verkefnastjóri
VF-mynd