Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ferðaþjónustan noti ekki Reykjavík International
    Keflavíkurflugvöllur er ekki Reykjavík International.
  • Ferðaþjónustan noti ekki Reykjavík International
    Þuríður Halldóra Aradóttir verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness.
Sunnudagur 26. október 2014 kl. 13:33

Ferðaþjónustan noti ekki Reykjavík International

– Réttar upplýsingar um aðlþjóðaflugvöllinn skipta miklu máli

Flugfélög og ferðaþjónustuaðilar hafa auglýst Keflavíkurflugvöll sem Reykjavík International. Þuríður Halldóra Aradóttir verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness hefur í sumar farið í umræðu við flugfélögin um að nota ekki Reykjavík International þegar þau eru að kynna Keflavíkurflugvöll og nota frekar Keflavík International.

Þuríður segir í samtali við Víkurfréttir að vel hafi verið tekið í erindi Markaðsstofu Reykjaness.

„Ég fékk þetta viðfangsefni inn á borð hjá mér í vor, en þetta hefur komið upp af og til á undanförnum árum. Ég þekki ekki alveg söguna eða af hverju þetta byrjar í upphafi en líklega til að tengja völlinn við höfuðborgina eins og gert er víða um heim, þ.e. Reykjavík – Keflavík (KEF). Síðan hefur þetta eitthvað snúist innan fyrirtækjanna og endað í Reykjavík International, sem er í rauninni ekki til og er rangt og hefur valdið misskilningi hjá erlendu gestum okkar. Nokkur dæmi eru um það að erlendir aðilar sem fljúga eiga erlendis, mæti á Reykjavíkurflugvöll í innritun,“ segir Þuríður í samtali við Víkurfréttir.

Nú er mikil umræða innan ferðaþjónustunnar um gæði og mikilvægi þess að gefa réttar upplýsingar til gesta okkar svo að þeir upplifi Ísland á jákvæðan hátt og fái góða mynd af landi og þjóð. „Því ættu réttar upplýsingar um hvað er alþjóðaflugvöllurinn Keflavík (Keflavík International KEF) og innanlandsflugvöllurinn Reykjavík (Reykjanvík domestic REY) ekki að vera nein undantekning. Þetta kann að hljóma mjög lítilvæglegt mál í hugum margra en það er svo oft sem lítill neisti getur valdið stóru báli og því er mikilvægt að við gefum frá okkur réttar upplýsingar strax í upphafi.
Við höfum lagt um með það að það þurfi í sjálfu sér ekki að taka Reykjavík út úr menginu en að passa upp á það að Keflavík verði ekki tekið út og notast verði við merkinguna Reykjavík-Keflavík (KEF) líkt og gert er t.d. við Stockholm-Arlanda og fleiri staði“.
 
Markaðsstofa Reykjaness lagði þetta fyrir ferðaskrifstofunefnd SAF (Samtök ferðaþjónustunnar) í vor sem tók mjög vel í erindið og síðan þá hafa samtökin unnið að því að þeirra aðilar sýni gott fordæmi og leiðrétti þetta innan sinna raða. „Það hefur virkað vel og hafa ferðaskrifstofur og rútufyrirtæki tekið vel í þetta og breytt þessu hjá sér. Þá ætlar SAF að vinna þetta áfram með okkur, auk Ferðamálastofu. Þá skilst mér að það liggi einnig fyrir erindi hjá ISAVIA um málið,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness, í viðtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024