Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðaþjónustan er framtíðin - segir Skúli Mogensen
Skúli og Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar klipptu á borða áður en farþegar gengu um borð í fyrstu ferð Wow til Bandaríkjanna en hún var til Boston. VF-myndir/pket.
Laugardagur 28. mars 2015 kl. 11:58

Ferðaþjónustan er framtíðin - segir Skúli Mogensen

Ný glæsileg flugvél og fyrsta flugið til Bandaríkjanna.

„Ferðaþjónustan er framtíðar atvinnugrein Íslendinga og orðin sú stærsta nú þegar. Við eigum að gefa henni meiri gaum en stóriðju. Wow stefnir að því að stækka mjög mikið á næstu árum enda mun ferðaþjónusta stækka um helming á næstu fjórum árum,“ sagði Skúli Mogensen eigandi Wow flugfélagsins en fyrsta flugferð þess til Bandaríkjanna var farin í gær. Var því fagnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með tilheyrandi húllumhæi í stíl við léttleika Wow.

Ný 15 milljarða Airbus 321 flugvél var „frumsýnd“ á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag en áður hafði hún þó lent á Keflavíkurflugvelli. Forsetafrúin Dorrit Moussaeiff gaf vélinni nafnið Freyja og allsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson blessaði vélina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farþegar í fyrstu ferð Wow til Boston í gær nutu glæsilegra veitinga og Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar og Skúli Mogensen klipptu á borða í tilefni áfangans.

Margir Suðurnesjamenn starfa sem stjórnendur Wow flugfélagsins, m.a. Björn Ingi Knútsson sem er framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, Arngrímur Guðmundsson og Egill Reynisson. Þá eru margir flugliðar í hópi félagsins frá Suðurnesjum.

Myndirnar hér að neðan voru teknar við komu vélarinar og svo fyrir fyrsta flugið frá Keflavík. Fleiri myndir má sjá í ljósmyndavef vf.is.

Starfsmenn Isavia gengu fylktu liði á flugstöðinni með lúðrasveit áður en Wow fór í fyrsta skipti til Boston.

Það var stemmning í flugstöðinni áður fyrir fyrsta flugið til Boston og farþegar hressir.

Glæsileg lending í Reykjavík.

Skúli og Björn Ingi Knútsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs rétt eftir komu vélarinnar til Reykjavíkur.

Skúli með foreldrum sínum, Brynjólfi Mogensen og Önnu Skúladóttur en hún er fædd og uppalin í Keflavík.

Suðurnesjamennirnir Björn Ingi og Arngrímur Guðmundsson á spjalli við flugstjórann eftir lendingu í Reykjavík. Keflavíkurmærin Írmý Ósk Róbertsdóttir, ein fjölmargra flugliða hjá Wow.