Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 4. júlí 2002 kl. 11:36

Ferðastyrkur til skólafólks verði skoðaður

Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Reykjanesbæ, óskaði eftir því á síðasta bæjarstjórnarfundi að bæjarstjóri taki saman upplýsingar um hvort og þá með hvaða hætti önnur sveitarfélög á Reykjanesi og suðvestur horni landsins standa að því að veita nemendum, sem búa í sveitarfélögunum en sækja skóla í Reykjavík, ferðastyrki.Í greinargerð kemur eftirfarandi fram:
Fram til þessa hefur ferðastyrkur Reykjanesbæjar til nemenda, sem stunda nám á framhalds- eða háskólastigi, eingöngu falist í niðurgreiðslum á farmiðum með SBK. Undirrituðum er kunnugt um fjölmarga nemendur sem hafa frekar kosið að keyra saman í bíl m.a. vegna þess að áætlun SBK hefur ekki fallið að stundaskrám, stoppistöðvar í Reykjavík hafa verið fjarri skólunum o.s.frv.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024