Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamenn hvíla lúin bein á tjaldsvæðinu í Reykjanesbæ
Föstudagur 19. júlí 2002 kl. 09:40

Ferðamenn hvíla lúin bein á tjaldsvæðinu í Reykjanesbæ

Aðalferðamannatíminn er genginn í garð og hingað til lands flykkjast nú túristar frá hinum ýmsu löndum. Á tjaldsvæðinu í Reykjanesbæ voru ferðamenn búnir að slá upp fjórum tjöldum og hvíldu lúin bein í góða veðrinu í gær. Á tjaldsvæðinu voru bæði hjólreiðarmenn og göngugarpar en tjaldsvæðið í Reykjanesbæ er oftar en ekki bæði upphafs- og endastöð slíkra ferðalanga um landið.

Tjaldsvæði Reykjanesbæjar er á milli Samkaupa og Reykjaneshallarinnar og er það opið frá 15. maí - 15. september. Í þjónustumiðstöðinni sem staðsett er á svæðinu er matsalur, salerni og sturtur og aðstaða til að þvo föt. Það er mjög góð aðstaða á svæðinu, pláss fyrir um 100 tjöld og einnig fín aðstaða fyrir hjólhýsi eða húsbíla.

Myndin: Franskt hjólreiðarpar hvíldi lúin bein og fengu sér einn öl á tjaldsvæðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024