Fimmtudagur 28. júní 2012 kl. 18:05
Ferðamenn fóru tvær veltur í Kúagerði
Bíll valt tvær veltur út af Reykjanesbrautinni um tvöleytið í dag og voru allir farþegar, þrír talsins, fluttir með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er talið að um alvarleg meiðsli sé að ræða. Um var að ræða erlenda ferðamenn á bílaleigubíl en bifreiðin er gjörónýt eftir velturnar.