Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamenn finna bara yfirgefin kaffihús
Ferðamönnum finnst erfitt að finna opið kaffihús við Hafnargötu. Mörg hús eru merkt sem veitinga- og kaffihús en þar er engin starfsemi. Þessi mynd er frá gamalli tíð.
Laugardagur 2. apríl 2016 kl. 11:27

Ferðamenn finna bara yfirgefin kaffihús

Ferðamenn koma bara að tómum kofanum þegar þeir ætla á kaffihús við Hafnargötuna í Keflavík. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vakti athygli á því á fésbókinni í gær að hann hafi fengið ábendingu frá ferðamönnum, sem óku Hafnargötuna í leit að kaffihúsi, um að við hana væru a.m.k. 6 staðir merktir sem kaffihús eða veitingastaðir en án starfsemi og ferðafólkið hafi endað í 10-11.

„Væri ekki ráð fyrir þá sem eiga þessi húsnæði að taka niður skiltin,“ spyr bæjarstjóri á fésbókinni. Nokkuð fjörugar umræður sköpuðust um kaffihúsamenningu bæjarins og hvernig væri að lifa af í þeim heimi. Margir virðast sakna kaffihúss á horni Hafnargötu og Tjarnargötu þar sem síðast var staðurinn Stefnumót og áður verslun Hljómvals

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024