Ferðamenn ekki klæddir eftir veðri
Lögreglan í Keflavík þurfti í gær að aðstoða þrjá Þjóðverja sem voru blautir og kaldir við Djúpavatn. Að sögn lögreglunnar kom tilkynning frá vegfaranda, sem staddur var við Djúpavatn, rúmlega hálf fimm. Þjóðverjarnir höfðu komið til hans og verið illa á sig komnir vegna kulda og bleytu. Lögreglan fylgdi ferðamönnunum, sem hafa eitthvað vanmetið íslenska veðráttu, á gistiheimili í Hafnarfirði.