Ferðamannabæklingur fyrir Voga gefinn út
Gefinn hefur verið út ferðamannabæklingur fyrir sveitarfélagið Voga. Í bæklingnum er kort af sveitarfélaginu þar sem búið er að merkja inn helstu þjónustustaði, áhugaverða staði og göngustíga. Einnig er í bæklingnum fróðleikur um ýmsa áhugaverða staði í sveitarfélaginu.
Hilmar Egill Sveinbjörnsson sá um útlitshönnun og uppsetningu bæklingsins sem mun verða látinn liggja frammi á stöðum þar sem helst má búast við ferðamönnum, s.s. í íþróttamiðstöðinni, á tjaldstæðinu og á upplýsingastandinum fyrir utan bæjarskrifstofuna í Vogum. Einnig verður honum dreift á fjölsótta ferðamannastaði á Reykjanesi.
Notendur bæklingsins eru beðnir að koma ábendingum um það sem betur mætti fara til manningarfultrúa Daníels Arasonar í gegnum netfangið [email protected]
Hægt er að smella hér til að skoða pdf skjal bæklingsins.