Ferðamann fundu ránsfenginn
Ferðamenn frá Ítalíu fundu ránsfenginn úr vopnaða bankaráninu sem framið var í útibúi Landsbankans í Grindavík í síðustu viku. Ítalirnir komu peningunum til lögreglu morguninn eftir ránið. Ræninginn hafði falið tösku með peningunum við afleggjarann að Reykjanesvita. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni í Keflavík að þrír ítalskir ferðamenn, tveir karlmenn og ein kona, hefðu fundu tösku með fengnum þar sem henni hafði verið komið fyrir á afleggjaranum í vegkanti. Þetta gerðist stuttu eftir að ránið var framið og töldu ferðamennirnir ráðlegast að koma fegnum á lögreglustöð í öruggar hendur. Þeir munu hafa óttast að fylgst væri með staðnum þar sem fengurinn var falinn og þar af leiðandi þeim líka.
Ítalirnir kunnu enga eða sáralitla ensku svo að ákveðnir tungumálaerfiðleikar komu upp en þeim var þó vísað áleiðis til Reykjavíkur. Þar afhentu þeir lögreglunni í Reykjavík peninginn. Þar komu einnig upp tungumálaerfiðleikar þar sem ekki lá klárlega fyrir strax hvað ferðamennirnir vildu.
Rannsóknarlögreglan kom þá að málinu og fékk upplýsingar um fundarstaðinn. Lögreglan hafði síðan samband við starfsbræður sína í Keflavík og upplýsti þá um málið. Ekki fengust upplýsingar um hversu mikill ránsfengurinn var en nokkuð hefur verið um bankarán í vor og talið að fengurinn hafi í sumum tilfellum hlaupið á hundruðum þúsunda.
Vopnað rán var framið í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrsta apríl og var sami maðurinn þar að verki og í Grindavík. Annað rán var svo framið í Sparisjóði Kópavogs 16. maí og er það mál talið upplýst. Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Keflavík að verið væri að ljúka rannsókn á ráninu í Grindavík og það yrði væntanlega sent til saksóknara til meðferðar í næstu viku.
Ríkisútvarpið greindi frá.
Ítalirnir kunnu enga eða sáralitla ensku svo að ákveðnir tungumálaerfiðleikar komu upp en þeim var þó vísað áleiðis til Reykjavíkur. Þar afhentu þeir lögreglunni í Reykjavík peninginn. Þar komu einnig upp tungumálaerfiðleikar þar sem ekki lá klárlega fyrir strax hvað ferðamennirnir vildu.
Rannsóknarlögreglan kom þá að málinu og fékk upplýsingar um fundarstaðinn. Lögreglan hafði síðan samband við starfsbræður sína í Keflavík og upplýsti þá um málið. Ekki fengust upplýsingar um hversu mikill ránsfengurinn var en nokkuð hefur verið um bankarán í vor og talið að fengurinn hafi í sumum tilfellum hlaupið á hundruðum þúsunda.
Vopnað rán var framið í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrsta apríl og var sami maðurinn þar að verki og í Grindavík. Annað rán var svo framið í Sparisjóði Kópavogs 16. maí og er það mál talið upplýst. Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Keflavík að verið væri að ljúka rannsókn á ráninu í Grindavík og það yrði væntanlega sent til saksóknara til meðferðar í næstu viku.
Ríkisútvarpið greindi frá.