Ferðamálastjóri í kynnisferð um Reykjanesskagann
Markaðsstofa Suðurnesja og Ferðamálasamtök Suðurnesja buðu Ólöfu Ýr Atladóttur, ferðamálastjóra, í kynnisferð um Reykjanesskagann um miðja síðustu viku. Ferðin hófst í Víkingaheimum en þar eru framkvæmdir á lokasprettinum og stutt í að þeir verði opnaðir.
Ferðmálastjóri skoðaði þá fjölmörgu möguleika sem í boði eru á Suðurnesjum en komið var við Duushúsum, Bláa Lóninu, Saltfiskssetrinu í Grindavík og orkuverinu Jörð á Reykjanesi.
Farið var að Gunnuhver en uppi eru metnaðarfullar hugmyndir um að gera umhverfi hans aðgengilegt fyrir ferðafólki. Þá var Fræðasetrið í Sandgerði heimsótt, byggðasafnið á Garðskaga og skoðaðar framkvæmdir við gamla Garðskagavitann sem Ferðamálasamtökin hafa staðið fyrir. Ferðinni lauk svo í Vogum.
Var ekki annað að heyra en ferðamálastjóri væri ánægður með hversu mikið væri í boði hér á Suðurnesjum.
---
VF-mynd/elg. Í Víkingaheimum nutu viðstaddir fróðleiks Gunnars Marels á staðnum. Framkvæmdir við húsið eru nú á lokasprettinum.