Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamálasamtökin fá 3 milljónir úr Pokasjóði
Mánudagur 23. maí 2005 kl. 15:35

Ferðamálasamtökin fá 3 milljónir úr Pokasjóði

Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa fengið úthlutað úr Pokasjóði 3 milljónum króna til merkingar gönguleiða og áhugaverðra staða á Reykjanesinu.

Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtakanna sagði þetta mikla viðurkenningu á verkefninu og því starfi sem gönguhópar og ferðaþjónustuaðilar á Suðurnesjum hafa verið að vinna á undanförnum árum. „Við metum þennan styrk mikils og það er greinilega litið á þetta sem raunhæft verkefni þar sem þetta er með hærri styrkjum,“ sagði Kristján.

Hann sagði ljóst að þessi rausnarlegi styrkur flýtti verkefninu verulega en heildarkostnaður við það er áætlaður um 8 milljónir króna.

Gönguleiðanefnd FSS undirbýr og sér um framkvæmd verkefnisins en nefndina skipa fulltrúar frá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum auk sérfræðinga. Vonast er til að verkinu í heild ljúki árið 2006.

Loftmynd af Sólbrekkuskógi/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024