Ferðamálasamtök Suðurnesja álykta um vegamál á Reykjanesi
Ferðamálasamtök Suðurnesja lýsa yfir miklun vonbrigðum sínum með þann seinagang sem orðið hefur á lagfæringu á vegum um Reykjanesið. Margir vegakaflar um Reykjanesið eru enn malarvegir sem fá lítið sem ekkert viðhald þrátt fyrir gríðarlega umferð. Slæmt ástand þessara vega hamlar mjög markaðssetningu Reykjanessins sem ferðamannasvæðis. Hafa ferðaskipuleggjendur jafnvel dregið úr skipulögðum ferðum um svæðið vegna þess hversu sumir vegir um Reykjanesið eru í slæmu ástandi ár eftir ár.
Þeir vegir sem hér um ræðir eru:
Nesvegur frá Grindavík að Reykjanesvita.
Ósabotnavegur frá Básendum að Hafnarvegi.
Krýsuvíkurvegur í gegnum Reykjanesfólkvang að Suðurstrandarvegi.
Suðurstrandarvegur frá Ísólfsskála til Þorlákshafnar.
Að mati Ferðamálasamtakanna er lagning bundins slitlags á þessa vegi algjör forsenda þess að snúa megi þeirri öfugþróun við sem nú á sér stað í ferðum um svæðið.
Ferðamálasamtök Suðurnesja vilja skora á samgönguráðherra, Vegagerð ríkisins og þingmenn svæðisins að komu þessum vegum í viðunandi ástand sem allra fyrst.
VF-mynd/elg- Frá Suðurstrandarvegi
Þeir vegir sem hér um ræðir eru:
Nesvegur frá Grindavík að Reykjanesvita.
Ósabotnavegur frá Básendum að Hafnarvegi.
Krýsuvíkurvegur í gegnum Reykjanesfólkvang að Suðurstrandarvegi.
Suðurstrandarvegur frá Ísólfsskála til Þorlákshafnar.
Að mati Ferðamálasamtakanna er lagning bundins slitlags á þessa vegi algjör forsenda þess að snúa megi þeirri öfugþróun við sem nú á sér stað í ferðum um svæðið.
Ferðamálasamtök Suðurnesja vilja skora á samgönguráðherra, Vegagerð ríkisins og þingmenn svæðisins að komu þessum vegum í viðunandi ástand sem allra fyrst.
VF-mynd/elg- Frá Suðurstrandarvegi