Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamálaráðstefna í Eldborg 28. apríl nk.
Miðvikudagur 19. apríl 2006 kl. 18:29

Ferðamálaráðstefna í Eldborg 28. apríl nk.

Ferðamálasamtök Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum halda sína árlegu ferðamálaráðstefnu föstudaginn 28. apríl nk. Frummælendur á ráðstefnunni verða:

Árni Sigfússon, bæjarstjóri, fjallar um víkingaheima og SmithSonian safnið. Magnea Guðmundsdóttir kynningarastjóri Bláa lónsins fjallar um heilsuhótel í Bláa lóninu og atvinnutækifæri því tengdu.
Sigmar Eðvarðsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur fjallar um Reykjanesfólkvang og sýn Grindavíkur á breytingar á rekstri hans. Geir Sveinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíunnar, sem fjallar um tengsl íþrótta og ferðamennsku.

Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, fjallar um verkefnið „Í fótspor feðranna“, merkingar gönguleiða og staða á Reykjanesi.

Pallborðsumræður verða síðan með sveitarstjórnarmönnum af Suðurnesjum.

Allir eru velkomnir á ráðstefnuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024