Ferðamálaráðstefna í Eldborg
Ferðamálasamtök Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum halda ráðstefnu um aukið hlutverk ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum í dag. Ráðstefnan fer fram í Eldborg í Svartsengi kl. 13:00 og stendur til 16:30.
Meðal þeirra sem halda erindi á Ferðamálaráðstefnunni í dag eru Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Sigmar Eðvarðsson, bæjarfulltrúi í Grindavík, Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins, Geir Sveinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ og Kristján Pálsson formaður FSS.
Ráðstefnustjórar verða Kristján Pálsson og Stefán Bjarkason, forstöðumaður ÍRB.
Meðal þeirra sem halda erindi á Ferðamálaráðstefnunni í dag eru Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Sigmar Eðvarðsson, bæjarfulltrúi í Grindavík, Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins, Geir Sveinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ og Kristján Pálsson formaður FSS.
Ráðstefnustjórar verða Kristján Pálsson og Stefán Bjarkason, forstöðumaður ÍRB.