Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamálaráðherra sammála að nú sé lag að fara í framkvæmdir í Leifssstöð
Svona hefur verið umhorfs í flugstöðinni að undanförnum. Fáir á ferð og stöðin nánast tóm.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 3. apríl 2020 kl. 08:46

Ferðamálaráðherra sammála að nú sé lag að fara í framkvæmdir í Leifssstöð

„Það er þjóðhagslega mikilvæg framkvæmd og myndi líka laga atvinnuástandi á Suðurnesjum,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra í útvarpsþættinum Bítið í morgun, aðspurð um hvort það væri ekki lag að fara í stækkunarframkvæmdir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ljósi atvinnuástandsins.

Miklar framkvæmdir eru á teikniborðinu og yrðu mannaflsfrekar en fjöldi farþega í flugstöðinni undanfarin ár hefur gert þær erfiðari og það hefur kostað auka fjármuni. Silja Gunnarsdóttir, þingmaður í Suðurkjördæmi segir góðan grundvöll fyrir atvinnuskapandi nýfjárfestingum, m.a. hjá Isavia.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Isavia hefur á síðustu árum staðið í miklum fjárfestingum á flugvallarsvæðinu og hafa haft plön um uppbyggingu sem myndi þola allt að 20 milljónir farþega. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þessum tímabundna vanda er mikilvægt að fyrirtækið horfi til þess að halda áfram framkvæmdum og leggi sérstaka áherslu á mannaflsfrek verkefni. Það er auðvelt að týnast í því óveðri sem nú gengur yfir efnahagskerfið okkar og mikilvægt að minna sig og aðra á að þótt höggið sé mikið þá er ástandið tímabundið. Við verðum að búa þannig um hnútana að þegar birtir að nýju, hvort sem það verður í byrjun sumars eða í lok, verðum við tilbúin. 

Það er er því grundvöllur fyrir atvinnuskapandi nýfjárfestingum, m.a. hjá Isavia og þær stuðla að verkefnum fyrir núverandi starfsmenn, sem og atvinnuskapandi fyrir verktöku, hönnun, ráðgjöf, o.fl. innan svæðisins.  Og já, ein leið í því er að auka eigið fé Isavia svo hægt sé að fara í framkvæmdir þrátt fyrir að rekstrartekjur dragist saman,“ segir Silja.