Ferðamaður ók hraðast allra
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði seint í gærkvöldi fjóra ökumenn vegna of hraðs akstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók mældist á 112 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Allt var fólkið á þrítugs og fertugsaldri, þrír karlmenn og ein kona, en sá sem hraðast ók var ferðamaður nýkominn til landsins, segir á mbl.is.