Ferðamaður í ógöngum og skemmdi bílaleigubíl
Björgunarsveitin Þorbjörn fékk í gær beiðni um aðstoð við vegfaranda á Ísólfsskálavegi. Ferðamaður á bílaleigubifreið hafði misst stjórn á bifreiðinni og ekið útaf.Þegar björgunarsveitarmenn höfðu dregið bifreiðina upp á veg kom í ljós að tjón hafði orðið á bifreiðinni við útaf aksturinn og var hún óökufær. Björgunarsveitarmenn óku því með ferðamanninn til Hafnarfjarðar. Þetta var annað slysið sama daginn á Ísólfsskálavegi.