Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðamaður hafnaði á ljósastaur
Hálkan getur verið varasöm. Myndin er úr safni.
Mánudagur 27. janúar 2014 kl. 13:00

Ferðamaður hafnaði á ljósastaur

- og bílbelti forðuðu fólki frá meiðslum í hálkuslysum.

Nokkuð var um umferðaróhöpp vegna hálku í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður sem ók Sandgerðisveg missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Bifreiðin skemmdist nokkuð, en ökumaður var í bílbelti og slapp ómeiddur.

Önnur bifreið, sem einnig var ekið Sandgerðisveg, byrjaði að rása og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Hún snérist síðan heilan hring og fór út af veginum, þar sem hún fór eina veltu. Tveir voru í bílnum, auk ökumanns. Þeir voru allir í bílbeltum og sluppu ómeiddir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annar ökumaður lenti í hremmingum í Keflavík, en hans bifreið hafnaði á ljósastaur. Um var að ræða erlendan ferðamann sem var með þrjá farþega í bílaleigubíl. Fólkið slapp án meiðsla.

Loks varð umferðaróhapp á Miðnesheiðarvegi þar sem ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku með þeim afleiðingum að hún lenti á skilti.