Miðvikudagur 3. ágúst 2011 kl. 00:07
Ferðamaður brenndist í Krísuvík
Erlendur ferðamaður var sóttur með sjúkrabíl í Krísuvík um fimm leytið í gær eftir að hafa brennst illa á fæti.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum brenndist ferðamaðurinn á kálfa þegar hann fór út fyrir merkta slóð á hverasvæði.