Ferðalangur með fíkniefni
Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu nýverið afskipti af erlendum ferðalangi sem bar einkenni þess að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann framvísaði tveimur hylkjum með meintum kannabisefnum og tóbaksblönduðu kannabisefni. Við leit í farangri hans var hann svo með plastpoka með meintu kannabisefni og meint kannabisfræ í tveimur litlum glösum.
Maðurinn var handtekinn og færður til skýrslutöku. Hann greiddi síðan sekt að upphæð 102 þúsund krónur fyrir vörslur á um það bil 13 grömmum af meintum fíkniefnum.