Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ferðalangar sporðrenna hval með bestu list í Bláa lóninu
Fimmtudagur 6. ágúst 2009 kl. 10:43

Ferðalangar sporðrenna hval með bestu list í Bláa lóninu


Breyttar áherslur hafa verið á veitingastaðnum Lava við Bláa lónið í hádeginu í sumar. Í stað hefðbundins matseðils hafa matgreiðslumeistarar Bláa lónsins boðið upp á hádegishlaðborð með íslenskum áherslum.

Á hlaðborðinu má finna síldarrétti, sviðasultu, lax sem hefur verið marineraður í berjum, grænmetisrétt, plokkfisk með rúgbrauði og fiskrétt, svo eitthvað sé nefnt. Einnig íslenska og kraftmikla kjötsúpu. Þá eru á hlaðborðinu bláberjaskyr með rjóma og rabbabaragrautur með rjóma. Toppurinn er síðan hrefnukjöt sem ferðamenn sporðrenna með bestu list.

Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, sagði hádegishlaðborðið hafa gert góða lukku í sumar og að ferðamenn kunni vel að meta þá íslensku rétti sem séu á borðinu.

Mynd: Hlaðborðið í Bláa lóninu. Íslenskur matur er vinsæll hjá erlendum ferðamönnum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024