Ferðaðist á stolnu vegabréfi
	Erlendur karlmaður var færður á lögreglustöð í Keflavík í gær eftir að upp komst að hann ferðaðist á stolnu og breytifölsuðu vegabréfi.
	
	Maðurinn var að innrita sig í flug til Toronto í Kanada, þegar lögreglumenn höfðu afskipti af honum. Hann var þá nýkominn frá Osló. Hann framvísaði grísku vegabréfi og kvaðst vera á leið til Kanada til að heimsækja bróður sinn.
	
	Lögregla ákvað að kanna skilríki hans nánar og kom þá í ljós að ekki var allt sem skyldi í þeim efnum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				