Fer Wilson Muuga á flot í dag ?
Gerð verður tilraun til að ná Wilson Muuga á flot á háflóðinu núna síðdegis . Unnið hefur verið sleitulaust að því síðustu daga að undirbúa skipið fyrir aðgerðina. Hafa starfsmenn Nesskipa lagt nótt við nýtan dag til að geta nýtt háflóðið núna í vikunni. Takist aðgerðin ekki gefst annað tækifæri í maí til að draga skipið á flot eins og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Aðstæður eru góðar í dag, stórstreymt og ágætis veður.
Mynd: Á háfjörunni í gær unnu menn að því að bora fyrir stýrifestingum á skerjum við skipið. Þá stóð skipið nær því á þurru.
VF-mynd: elg
Mynd: Á háfjörunni í gær unnu menn að því að bora fyrir stýrifestingum á skerjum við skipið. Þá stóð skipið nær því á þurru.
VF-mynd: elg