Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fer til Kína að keppa á heimsmeistaramóti ungmenna í samkvæmisdönsum
Þriðjudagur 12. júní 2012 kl. 17:23

Fer til Kína að keppa á heimsmeistaramóti ungmenna í samkvæmisdönsum


Aníta Lóa Hauksdóttir 14 ára Njarðvíkurmær gerir það gott í dansinum. Hún var nýverið valin ásamt dansfélaga sínum Andra Fannari Péturssyni í A-landslið Íslands og einnig vann hún sér rétt til að keppa 1 af 2 pörum frá Íslandi á heimsmeistaramóti Ungmenna í Austurríki og á heimsmeistaramóti Ungmenna í Kína í haust. Hún dansar við eldri strák og keppir því upp fyrir sig í aldri.


Kristófer Haukur Hauksson 16 ára úr Njarðvík er bróðir Anítu Lóu og er einnig að gera góða hluti í dansinum og var nýverið valinn í afreksmannahóp Íslands ásamt dansfélaga sínum Herborgu Lúðvíksdóttur. Hann keppti á síðasta ári á heimsmeistaramóti unglinga í Moldavíu með góðum árangri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024